Skip to main content

Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Smákökuganga á aðventunni

Perluvinir verða með smákökugöngu miðvikudaginn 4.desember kl. 11 Genginn verður 5 km hringur frá Hlymsdölum, yfir nesið, meðfram lagarfljóti að Gistihúsinu á Egilsstöðum og síðan rakleitt í Hlymsdali. Gaman væri ef allir kæmu með nokkrar smákökur í púkkið. Drekkum svo kaffi í Hlymsdölum eftir gönguna. Allir velkomnir. Auðveld ganga.

Spilastund í Hlymsdölum

Minnum á spilastundina í Hlymsdölum 12.nóvember kl. 13.  Eygló Gísladóttir ætlar að kenna þeim sem það vilja Kínaskák. Fólk getur líka spilað hvað annað sem það vill.

Haustfagnaður Félags eldri borgara!

Haustfagnaður Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði verður 15. nóvember 2024 á Eiðum.Endilega takið daginn frá.Nánar síðar

Fyrirlestur í Hlymsdölum 16.október 2024

Fyrirlestur frá U3A, um ellilífeyri Fyrirlesturinn verður sýndur miðvikudaginn 16. október 2024 klukkan 13.00 í Hlymsdölum. Fyrirlesturinn heitir: Grunnstoð í velferðarkerfinu. Hvernig virkar ellilífeyriskerfið í raun?