Tilkynning frá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs
Allt félagsstarf eldri borgara í Hlymsdölum á Egilsstöðum verður lokað frá og með 10. mars 2020 og um óákveðinn tíma.
Sund, leikfimi, línudans, bókband, Boccia, stólaleikfimi, öll handavinna(knipl, bútasaumur, hekl og prjón, Bucilla) og öll spilamennska.
Allt starf í tómstundabæklingi fellur niður.
Dagvist eldri borgara í Hlymsdölum verður áfram starfandi en óviðkomandi bannaður aðgangur.