Fréttir af félaginu
Góðir félagar !
Nokkur atriði frá stjórninni.
- Púttvöllurinn er kominn í lag og eru nokkrir byrjaðir að spila þar. Alltaf pláss fyrir fleiri, þau eru að mæta klukkan 10.00 á morgnana.
- Haustferðin er á sínum stað. Stefnt er á að fara 1. - 4. september eins og áður hefur verið auglýst.
- Stjórnin fundaði og er stefnt á að hafa aðalfund miðvikudaginn 9. september klukkan 16.00. Við munum virða fjarlægðarmörkin þannig að nú er gott að hafa stóran sal. Nánar auglýst síðar.
- Mætum á Vilhjálmsvöll á mánudögum og fimmtudögum kl. 16.30 og göngum saman.
Með kveðju
Gyða Vigfúsdóttir