Skip to main content

Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Fréttir af félagslífinu

Þetta var hin ánægjulegasta ferð en þáttakendur voru tæplega 50.  Lagt var af stað frá Hlymsdölum og ekið um Fagradal og suður firði með viðkomu í Franskasafninu og Gallerí Kolfreyju á Fáskrúðsfirði. Skemmtileg leiðsögn Fjólu Þorsteinsdóttur í Franskasafninu og fengum góðar sögur hjá Berglindi Agnarsdóttur í Kolfreyju ásamt kaffisopa og upprúlluðum pönnukökum. Ég reyndi aðeins að segja frá örnefnum og sögustöðum í Fáskrúðsfirði. Björn Hafþór kom til móts við okkur í Hafnarnesi og fræddi okkur um örnefni og staðhætti í Stöðvarfirði. Komið var við í Brekkunn á Stöðvarfirði og fengum við þar kaffi og kleinur og svo smá brjóstbirtu frá ferðanefndinni. Haldið var síðan sem leið liggur suðureftir og Sigurjón Bjarnason sagði okkur frá ýmsu í Berufirði einnig Auðbergur Jónsson sem bættist í hópinn og sagði sögur af mönnum og staðháttum. Við heimsóttum steinasafnið hjá Auðunni á Djúpavogi, sem er einstakt , þaðan var haldið á Hótel Framtíð þar sem snæddur var kvöldverður. Við fengum mjög góðan mat þar, lambakjöt og mrðlæti og súkkulaðiköku í eftirrétt. Sungið var og flutt voru gamanmál. Haldið var heim sömuleið um firði. Veðrið var okkur ekki hliðhollt, rigning og lítið skyggni,en allir lögðust á eitt um að hafa gaman af ferðalaginu og þeir sem ég hef heyrt frá eru allir ánægðir.

Við höldum ótrauð áfram inn í veturinn með bjartsýnina áð vopni þrátt fyrir skugga covid19, sem herjar sem aldrei fyrr.

Bestu kveðjur til ykkar allra

Guðrún Benediktsdóttir