Skip to main content

Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Fréttir af félaginu

Góðan daginn góðir félagar.

Sólin hækkar á lofti og vorið er á næsta leiti.

Lítið hefur farið fyrir fréttum af félaginu okkar. Félagslífið hefur verið í algjöru lágmarki vegna Covid 19, en núna hefur verið opnað meira í Hlymsdölum. Þrátt fyrir lokanir og ýmiskonar takmarkanir hafa ýmsir hópar ekki látið lokanir á sig fá, strákarnir á smíðastofunni hafa allan tímann mætt og smíðað, prjónarnir hafa líka kliðað í handavinnustofunni og spilamenn og konur hafa spilað brids . Nú eru ekki lengur í gangi hólfaskiptingar í Hlymsdölum og byrjað að syngja og spila , alltaf heitt á könnunni. Línudansinn er í Fellabæ, einnig zumba og boccia. Bestu kveðjur til ykkar Guðrún