Skip to main content

Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Fréttir

Útdráttur perlukorta

05. nóvember 2024

Dregið verður í gönguleikjum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í fyrstu viku desember.
Endilega skilið fullum kortum til Ferðafélagsins, Tjarnarási 8, Egilsstöðum.
Ath. það þarf ekki að fylla kortin á þessu ári, þið getið haldið áfram að stimpla á næsta ári.
Sami staðurinn má þó aðeins vera einu sinni í kortinu.

Haustfundur Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði

23. september 2024

mæting á Haustfundinn

Það var góð mæting á haustfund Félagsins, um 70 manns mættu.
Farið yfir bækling vegna vetrarstarfsins og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Það kom fram að Haustfagnaður Félagsins verður á Eiðum 15.nóvember. Einnig að stefnt verður að því að það verði dansað ca einu sinni í mánuði í vetur í Hlymsdölum.

Bæklingurinn um vetrarstarfið.

20. september 2024

Bæklingur um vetrarstarfið er kominn út og liggur hann frammi í Hlymsdölum og víðar í Múlaþingi.
Hægt er að nálgast bæklinginn hér á síðunni undir "vetrardagskráin"

Starfið

Smákökuganga á aðventunni

16. nóvember 2024

Perluvinir verða með smákökugöngu miðvikudaginn 4.desember kl. 11

Genginn verður 5 km hringur frá Hlymsdölum, yfir nesið, meðfram lagarfljóti að Gistihúsinu á Egilsstöðum og síðan rakleitt í Hlymsdali.

Gaman væri ef allir kæmu með nokkrar smákökur í púkkið. Drekkum svo kaffi í Hlymsdölum eftir gönguna.

Allir velkomnir. Auðveld ganga.

Spilastund í Hlymsdölum

11. nóvember 2024

Minnum á spilastundina í Hlymsdölum 12.nóvember kl. 13.  Eygló Gísladóttir ætlar að kenna þeim sem það vilja Kínaskák. Fólk getur líka spilað hvað annað sem það vill.

Haustfagnaður Félags eldri borgara!

16. október 2024

Haustfagnaður Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði
verður 15. nóvember 2024 á Eiðum.
Endilega takið daginn frá.
Nánar síðar

Auglýsingar

Þorrablót 2025

16. nóvember 2024

Þorrablót Félags eldri borgara á Fljótsdalshéraðs verður föstudaginn 7.febrúar 2025
Endilega takið daginn frá.

Haustfagnaður 15.nóvember 2024

08. nóvember 2024

Miðasala vegna Haustfagnaðar verður í Hlymdsdölum miðvikudaginn 13. nóvember, milli 13.00 og 15.00.
Miðaverð er 9000,-. Hægt er að millifæra á reikning 0305-26-6956, kennitala 451092-2009 eða greiða með pening.  Enginn posi.
Ekki verður hægt að kaupa miða við innganginnn.

Rútan fer frá Hlymsdölum klukkan 18.00. húsið opnar klukkan 18.30

Haustfagnaðurinn 15.nóvember 2024

01. nóvember 2024

Skráningu á Haustfagnað Félagseldri borgara lýkur 7. nóvember n.k.
Skáningarlisti liggur frammi í Hlymsdölum

Einnig er hægt að skrá sig hjá Guðrúnu s. 895 3866 og Hjördísi s. 899 0241