Skip to main content

Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Frétt um Landsmót 2020 og aðalfund

Takið eftir ! Landsmóti 50+ sem vera átti í Borgarnesi frestað um óákveðinn tíma ! Aðalfundur félags eldriborgara Fljótsdalshéraði verður í september. Hann verður auglýstur síðar .

Sumarkveðja

Gleðilegt sumar Nú bíða allir eftir 4. maí um hvernig framhaldið verður. Verum dugleg að fara út að ganga og halda 2ja metra fjarlægð. Þetta verður gott sumar fyrir púttið og vonandi fjölgar þeim sem stunda þá íþrótt í sumar. Með kveðju  Gyða Vigfúsdóttir

Kennsluefni fyrir spjaldtölvunotkun

Komið er kennsluefni á you tube í spjaldtölvunotkun, kennsla á spjaldtölvur.  Nú er tækifæri að prófa.  Hér fyrir neðan eru tenglar á námsefnið. Kennsla á spjaldtölvu 1 Kennsla á spjaldtölvu 2 Kennsla á spjaldtölvu 3 Kennsla á spjaldtölvu 4 Einnig er ég með bæklinga. Einfaldar leiðbeiningar á IPAD spjaldtölvur . Gyða Vigfúsdóttir - s. 865 6622 - gydavigfusdottir(at)gmail.com.  ...

Tilkynning frá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Allt félagsstarf eldri borgara í Hlymsdölum á Egilsstöðum verður lokað frá og með 10. mars 2020 og um óákveðinn tíma. Sund, leikfimi, línudans, bókband, Boccia, stólaleikfimi, öll handavinna(knipl, bútasaumur, hekl og prjón, Bucilla) og öll spilamennska. Allt starf í tómstundabæklingi fellur niður. Dagvist eldri borgara í Hlymsdölum verður áfram starfandi en óviðkomandi bannaður aðgangur.

Aðalfundi frestað !

Aðalfundi, sem var fyrirhugaður 28. mars n.k.,   hefur verið frestað og verður auglýstur með löglegum fyrirvara þegar þar að kemur.  Einnig er dansiballi sem átti að vera á föstudaginn 13. mars aflýst.

Vordægur við Mývatn

Dvöl mun gleðja aldna og ungaapríl sólin vermir heit,víkja burtu vetrar drunga,,Vordægur"  í Mývatnssveit Kristján frá Gilhaga Frábærir dagar í Mývatnssveit með skoðunarferðum. Jónas Helgason og Þóróddur Þóroddsson frá Grænavatni sjá um leiðsögn.Skemmtanastjóri er Sigurður Tryggvason frá Lundi.  www.myvatn.is Skráið ykkur hér

Erindi um Jón lærða

Í dag fimmtudag verður Stefán Þórarinsson læknir  með erindi um Jón lærða.það er strax á eftir félagsvist c.a kl 16.00.