Skip to main content

Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði

Uppselt í Færeyjaferð

Frá Félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði Uppselt er í Færeyjaferð  félagsins  þann  19. maí nk. Þau mistök urðu hjá  Smyril Line  að  ekki var gefið upp rétt verð í upphaflegu  tilboði.  Endanlegt  verð ferðarinnar  er: kr. 80 þúsund  fyrir klefa án glugga  og kr 85 þúsund fyrir klefa með glugga. Innifalin í verði er sigling með...

Fréttir !

Halló! Ekki mikið um að vera enþá hjá tómstundum eldra fólks og fleirum, en samt komið í gang með takmörkunum. Handavinna, félagsvist, bridge, línudans, zumba, leikfimi, eins söngstund miðað við fimmtíu og metri á milli. Ath söngstund er á miðvikud milli kl. 15-16. Eins er boccia á þeim dögum milli kl 13.30-14.30.

Fréttir af félaginu

Góðan daginn góðir félagar. Sólin hækkar á lofti og vorið er á næsta leiti. Lítið hefur farið fyrir fréttum af félaginu okkar. Félagslífið hefur verið í algjöru lágmarki vegna Covid 19, en núna hefur verið opnað meira í Hlymsdölum. Þrátt fyrir lokanir og ýmiskonar takmarkanir hafa ýmsir hópar ekki látið lokanir á sig fá, strákarnir á smíðastofunni hafa allan tímann mætt og smíðað, prjónarnir...

Fréttir af félagslífinu

Ágætu félagsmenn. Hér koma nokkrar línur frá félaginu.  Aðalfundurinn okkar var loksins haldinn 9.september 2020. Þar var kosin ný stjórn. Í henni sitja: Guðrún Benediktsdóttir formaður Jónas Þór Jóhannsson varaformaður Guðlaug Ólafsdóttir gjaldkeri Jón Þórarinsson ritari Ísak Jóhann Ólafsson meðstjórnandi Sigríður Ingimarsdóttir varamaður Ingifinna Jónsdóttir varamaður ...